Humarsoð
Slatti af humarskeljum (einna helst afgangar)
½ Laukur
3-7 hvítlauksrif (fer eftir því hversu mikið hvítlaukur er á
skeljunum)
2 Sveppir
1-2 meðalstórar gulrætur
Smá steinselja
1tsk Paprikuduft
2 mtsk Karrí
Fiskikraftur (má einnig setja kjúklingakraft)
3 mtsk Tómatpúrée
2 mtsk Worchestersósa
1 tsk Sjávarsalt
(saffran þræðir ef það er til)
3 mtsk Smjör
1.5 - 2 lítrar af vatni
(Ég not oft það sem er til og er það í raun hentusemi hvað
fer í soðið. Það sem má sleppa er sveppirnir, gulrótin,
steinseljan, paprikuduft, safran þræðinir)
Undirbúningur
Hreinsið humarinn. Skerið allt grænmetið niður, flysjið ef
þarf.
Eldun
Byrjið að léttbrúna skeljanar í smjörinu á frekar lágum
hita, því næst er öllu grænmetinu bætt útí og einnig kryddunum nema Tomatpurée
og Worchestersósan. Brúnið í um það bil 3 mínútur. Því næst skulu þið bæta tómatpuréeinu
og worchestersósunni og leyfir þessu að malla í mínútu eða svo. Að lokum er
vatninu hellt yfir. Leyfið þessu að sjóða í 2-3 tíma.
Ég mæli með að smakka til og þá vil ég sérstaklega benda á að karrí getur gert töfra fyrir soðið. Þannig verið óhrædd að bæta því við ef þörf er á því.
Sigtið og frjósið það sem þið notið ekki núna.
Ég mæli með að smakka til og þá vil ég sérstaklega benda á að karrí getur gert töfra fyrir soðið. Þannig verið óhrædd að bæta því við ef þörf er á því.
Sigtið og frjósið það sem þið notið ekki núna.
No comments:
Post a Comment