Saturday, September 19, 2015

Hægeldað lambalæri

Þessi uppskrift er bara blanda af öllum þeim sem ég fann á netinu. Sósan var svo bara gisk en kom fáránlega vel út.


HÆGELDAÐ LAMBALÆRI

Innihald

Lambalæri
Allskonar grænmeti (laukur, gulrætur, kartöflur, sætar kartöflur, paprika og annað sem manni dettur í hug). Ferskar kryddjurtir eru líka frábærar ef buddann leyfir.
Hvítlauksrif (ekki taka utan af þeim)
500 - 1000 ml vatn
(Rauðvín ef maður býr svo vel)
Lambakraftur
Salt og pipar

Marinering & Krydd

Ólífuolía
Dijon Sinnep
Sítrónusafi
Best á lambið
Hvítlauks rif

Sósan

Sveppir
Smjör (helds ekki smjörva)
Smátt skorin laukur
Soðið af kjötinu og grænmetinu
Villisveppaostur
Rjómi
(Gráðostur ef þú fílar þannig)
Salt og pipar

Aðferð

Kjötið er snyrt og hreinsað. Á nokkrum stöðum er stungið gat í kjötið með mjóum hníf og hvítlaukrifum stungið inn í götin. Ólífolíunni, sítrónusafanum, Dijon sinnepinu er blandað saman í skál og svo makað á kjötið. Að lokum er svo stráð Best á lambið kryddi og/eða ferskum kryddjurtum (t.d rósmarín og timian) yfir allt kjötið báðum megin. Sett í poka eða plastfilmu og látið inn í ísskáp yfir nótt.


Eldun

  1. Kjötið er tekið úr ísskápnum og látið standa við stofu hita (15 mín - 2 klukkutíma). 
  2. Ofninn stilltur á 90-100 gráður. 
  3. Allt grænmetið fyrir utan hvítlaukinn er skorið í grófa bita og sett í steikarpott eða eitthvað sambærilegt. Hvítlaukrifin eru svo sett með hýðinu. Það á helst að vera það mikið af grænmeti að kjötið getur setið ofan á því. 
  4. Lambið tekið úr pokanum.  
    • Sett á það auka krydd ef þörf er á. 
    • Saltað og piprað. 
    • Síðan er það lagt ofan á allt grænmetið.
  5. Sett inn í ofn með lokið á steikarpottinum eða álpappír yfir.  
  6. Eldað í sirka tvo tíma og þá er kjötinu snúið við. 
  7. Eldað í aðra tvo tíma og þá kjötinu aftur snúið við. 
  8. Vatninu bætt út í. (það á að ná að fylla botninn en helst ekki vera of mikið í kjötinu).
    • Lambakraftinum bætt útí vatnið. Ég setti einn tening. 
    • Smá rauðvíni bætt við ef maður á þannig
  9.  Eldað í 1-1,5 klukkutíma í viðtbót. Því næst er það tekið út og látið kólna í smá stund.
  10. Ofninn stilltur á grill og 230-250 gráður. Lokið tekið af og kjötið sett aftur inn í 20-30 mín. Þetta er gert til að brenna fituna, kjötið fær betri áferð og gerir helling fyrir soðið. 
  11. Kjötið tekið út og látið standa í 15 áður en það er skorið. 

 

Sósan

Sveppirnir eru skornir og settir í pott ásamt smjörinu. Saltað og piprað. Þegar sveppirnir eru búnir að brúnast er lauknum bætt saman við. Soðið frá kjötinu er bætt við og þessu öllu er leyft að sjóðast á háum hita í smá stund.

Hitinn er lækkaður og hálfur villissveppaostur er settur saman við og leyft að bráðna. Einnig er gráðostinum bætt saman við ef maður fílar þannig. Rjóminn er svo settur út í að lokum. Sósan bragðbætt með sojasósu, berjasultu og Dijon sinnepi.

Voila!

Borið fram með salati og grænmetinu úr pottinum.






No comments:

Post a Comment