Thursday, November 24, 2016

Humarsúpa

Humarsúpa

 6 dl Humarsoð (Sjá hér)
1 dl hvítvín
1-2 dl af rjóma
Steinselja

 (Hægt er að sleppa hvítvíninu en súpan er betri með því. Einnig er hægt að bæta t.d matskeið af koníak eða grand mariner útí). 

Humar

Eins mikið og þú vilt af Humar
Matskeið smjör (plís ekki nota smjörva nema í neyð)
1 Hvítlauksrif
Sjávarsalt og pipar

Eldun

Ef þú ert ekki búin(n) að því þá er gott að byrja á því að taka humarinn og skelflétta hann. Því næst er smjörið brætt á pönnu. Hvítlaukurinn er pressaður og settur í smjörið. Þegar þetta hefur blandast vel saman og er vel heitt, þá er humrinum bætt út í. Saltið og piprið.  Steikingin tekur í raun enga stund eða mögulega 1 mín. Við erum aðalega að leitast eftir því að fá smá harðari áferð á humarinn. Þegar hann er tilbúinn er hann tekinn af pönnunni og settur til hliðar.

Humarsoðið er sett í pott og hitað upp að suðu. Hvítvíninu er bætt út í og leyft að malla í nokkrar mínútur.  Því næst er hitinn lækkaður í mjög lítið og rjómanum bætt út. Soðið smakkað og lagað, ef þess gerist þörf (t.d með karrý, salti eða hvítum pipar). Mæli með að setja ekki allan rjómann í einu því það getur alltaf gerst að humarsúpan missi bragðið.

Að lokum er humrinum bætt út í súpuna eða jafnvel bara beint á diskana. Að lokum er svo gott að bæta örlítið af létt þeyttum rjóma og steinselju ofan á súpuna.




No comments:

Post a Comment