Thursday, November 24, 2016

Nautakjöt Tataki


500 gr nautakjöt
Salt og pipar
Marening
Graslaukur (eða vorlaukur)
Smjör

Marinering

4 tsk Soya Sósa
1 ½ tsk Sítrónusafi
Þumalputti Engifer (um 8 gr)
2 stór hvítlauksrif
Smá Graslaukur
Salt og pipar
1 tsk Red wine vinegar
½ tsk hrá sykur

Sítrónu-sojasósa

6/10 Japönsk Soja
3/10 Sítrónusafi
1/10 Redwine-vinegar

Eldun

Kjötið er kryddað með salt og pipar og svo lokað á öllum hliðum á pönnu með smjöri á háum hita. Því næst er marineringunni nuddað í kjötið og leyft að standa í smá stund. Kjöthitamælir settur í kjötið og það sett inn í ofn á lágum hita (helst ekki mikið meira en 120 gráður). Kjötið er svo tekið út þegar innri hiti þess er 57 gráður eða medium-rare. Látið kjötið standa í smá stund og svo er það aftur sett í marineringu og vafið inn í plastfilmu. Sett í ísskáp í 2 tíma eða lengur. Tekið út og látið standa í 30 min. 

Að lokum er kjötið skorið í frekar þunnar sneiðar, graslaukur settur inní og rúllað upp. Borið fram með Sítrónu-Soja Sósu og borðað með sushi prjónum. Einnig mæli ég með að hafa með þessu steikta hvítlauks-sveppi og/eða jafnvel humarsúpu. 




No comments:

Post a Comment