Þetta er án djóks ein auðveldasta uppskrift sem ég elda reglulega. Fyrir utan að vera með fáum og einföldum hráefnum þá er einnig nánast ómögulegt að klúðra henni. Eldunartími skiptir þannig lagað litlu máli eða það er allavega ekki spurning um einhverjar sekúndur eða mínútur til eða frá. Vona að þið njótið.
2 kjúklingabringur
Pakki af sveppum (sirka 15-20 stykki). Gott er hafa sveppina litla.
1 stk dolla af Sýrðum rjóma
1 hvítlauksrif
Smjör
Herbs de Provence (krydd)
Salt og pipar
Á meðan sveppirnir eru að steikjast, eru kjúklingabringurnar skornar í bita (munnbita stærð). Því næst sveppunum ýtt til hliðar á pönnunni (miðjan á að vera tóm) og kjúklingnum bætt á pönnuna. Kryddið kjúklinginn með Herbs de Provence kryddinu (teskeið) og salt og pipar. Kjúklingurinn er svo steiktur þar til að hann er tilbúinn. Hvítlaukurinn er fjarlægður.
Að lokum er svo sýrða rjómanum bætt útí og leyft að bráðna (tekur um það bil 1-2 min). Voila!
Sem sagt í stuttu máli þá steikið þið sveppi, kryddið, svo kjúkling, kryddið og bætið svo við sýrðum rjóma. Gæti ekki verið einfaldara.
Sjálfur hef ég alltaf ristað brauð með smjöri með þessu því það er fáránlega gott að dýfa því í sósuna. En ég veit að hrísgrjón passa líka vel við. Svo er auðvitað ekki verra að skella í salat líka.
Ömmu Dídí kjúklingur
Uppskriftin miðast við 2-32 kjúklingabringur
Pakki af sveppum (sirka 15-20 stykki). Gott er hafa sveppina litla.
1 stk dolla af Sýrðum rjóma
1 hvítlauksrif
Smjör
Herbs de Provence (krydd)
Salt og pipar
Eldun
Sveppirnir eru skornir í tígla (þeir eiga sem sagt ekki að vera í sneiðum, heldur bitum). Smjörið er sett á pönnu og brætt. Afhýðið hvítlaukinn, skerið hann í tvennt (endilagt) og bætið út í smjörið. Lefyið þessu að steikjast í nokkrar sekúndur. Þá er sveppunum bætt út. Kryddið þá með Herbs de Provence kryddinu (Sirka matskeið) og salt og pipar. Steikið þar til að þeir eru orðnir mjúkir.Á meðan sveppirnir eru að steikjast, eru kjúklingabringurnar skornar í bita (munnbita stærð). Því næst sveppunum ýtt til hliðar á pönnunni (miðjan á að vera tóm) og kjúklingnum bætt á pönnuna. Kryddið kjúklinginn með Herbs de Provence kryddinu (teskeið) og salt og pipar. Kjúklingurinn er svo steiktur þar til að hann er tilbúinn. Hvítlaukurinn er fjarlægður.
Að lokum er svo sýrða rjómanum bætt útí og leyft að bráðna (tekur um það bil 1-2 min). Voila!
Sem sagt í stuttu máli þá steikið þið sveppi, kryddið, svo kjúkling, kryddið og bætið svo við sýrðum rjóma. Gæti ekki verið einfaldara.
Sjálfur hef ég alltaf ristað brauð með smjöri með þessu því það er fáránlega gott að dýfa því í sósuna. En ég veit að hrísgrjón passa líka vel við. Svo er auðvitað ekki verra að skella í salat líka.
Græna draslið á myndinni er bara skraut hahaha |
No comments:
Post a Comment