Ég á ekkert í þessari uppskrift. Ég fékk hana lánaða en man því miður ekkert hvar. En góð er hún. Þetta er ekki það auðveldasta sem ég elda aðalega vegna þess að það er smá erfitt að ná öllu tilbúnu á sama tíma og krefst þess að maður sé í eldhúsinu meira og minna í 2 tíma. Þetta er samt algjörlega þess virði því betri mat fæ ég nánast ekki.
Salt og pipar
Skerið rákir í fituna á öndinni. Nuddið sárið með salti og pipar. Steikið öndina fitumegin á þurri pönnu í 3 mínútúr og 1 mín á hinni hliðinni. Setjið andarbringurnar til hliðar (viskustykki yfir) og byrjið á sósunni.
Appelsínu önd
Andarbringur (ein á mann er venjulega nóg þó gott sé að hafa 1-2 auka).Salt og pipar
Appelsínu Sósa
Fitan af öndinni (það sem er á pönnunni)
Mtsk beikon
½ rauðlaukur
Mtsk villisveppir
3 mtsk Sykur
100 ml vatn
200 ml safi úr appelsínum
2 mtsk appelsínu þykkni
300 ml soð af öndinni
1-2 mtsk Andar kraftur frá Oscar
100 ml Rjómi
Salt og pipar
Aðferð
Byrjið á að setja villisveppina í volgt vatn (upphitað). Þeir eiga að liggja þar í 10-15 min. Skerið beikonið í bita og saxið laukinn.Skerið rákir í fituna á öndinni. Nuddið sárið með salti og pipar. Steikið öndina fitumegin á þurri pönnu í 3 mínútúr og 1 mín á hinni hliðinni. Setjið andarbringurnar til hliðar (viskustykki yfir) og byrjið á sósunni.
Forhitið ofninn á 190 gráður.
Notið sömu pönnu og öndin var steikt á með aukafitunni.
Steikið beikonið, sveppina og laukinn. Bætið sykrinu saman við ásamt vatninu.
Leyfið að sjóða í 2-3 mínútur. Því næst bætið þið við appelsínusafanum og
þykkninu. Sjóðið niður um sirka helming. Tekur um 30-50 mínútur. Setjið til hliðar og byrjið aftur á öndinni.
Setjið öndina inní öfn á grind í 5 mín. Fyrir neðan skulu
þið hafa fat með vatni (sirka 600 ml). Eftir 5 mín skulu þið taka öndina út í 5 mín. Setja öndina aftur inn í 5 mín og endurtakið ferlið þar til að öndin hefur verið inní ofninum í 15 mín. Ástæðan af hverju þetta er gert svona er að þið eruð að reyna að halda öndinni bleikri en fitunni stökkri og góðri.
Að lokum eru endurnar teknar út og leyft að jafna sig á meðan þið klárið sósuna. Bætið við soðinu úr ofnskúffunni, ásamt andarkraftinum. Sjóðið í smá stund. Lækkið hitann, bætið rjómanum út í og smakkið til.
Gott er að bera fram með brúnuðum kartöflum, salati og waldorf-salati.