Thursday, May 20, 2010

Fylltar kjúklingabringur með sætum kartöflum og jógúrtsósu - Mjög hollur







Þetta er réttur sem ég hef eldað lengi. Hins vegar hef ég bætt hann og leikið mér með hann í einhvern tíma. Undanfarið hef ég unnið að gera hann hollann. Í dag er hann orðinn mjög hollur. Það besta er þó að hann er fáránlega góður á bragðið.

Uppskriftin er fyrir 2

Fylltar Kjúklingabringur Innihald:
2 kjúklingabringur
Slatti af sojasósu
4 hvítlauksgeirar
Smá Engifer (helst ferskt)
Pipar

Fylling (má í raun vera hvað sem er en mér þykir best):
Ólífur (blandaðar)
Sólþurkaðir tómatar
1/4 - 1/2 Laukur
Smá feta ostur


Sætarkartöflur innihald:
2 stykki sætar kartöflur
Olía
Salt (maldon)
Svartur Pipar (nýmalaður)


Júgúrtsósa innihald:
1 dolla hrein jógúrt
1 hvítlauksgeiri
1/4 Agúrka
Karrý krydd
Svartur Pipar


Aðferð


Fylltar kjúklingabringur:
1. Byrjar að taka fat sem er nógu stórt svo að kjúklingabringurnar geta legið í því. Þú setur sojasósuna í það ásamt pressaða hvítlauknum(já þú átt að pressann). Síðan tekuru engiferið og sker það mjög smátt og bætir út í. Kryddar.
2. Því næst eru kjúklingabringurnar teknar og skorið hola efst á þær (þar sem þær eru þykkastar).
3. Settar í mareneringuna og leyft þeim að liggja þar í einhvern tíma. 15 min nægir en best er að hafa í þó nokkurn tíma.
4. Setur Ólífurnar, sólþurkuðu tómatana, laukinn og feta ostinn í hakkara (einnig hægt að skera mjög smátt). Þessu er troðið inní kjúklinginn.
4.1 Gott er þó að taka eitthvað til hliðar því eftir að fyllingin hefur snert kjúklinginn þá er ekki leyfilegt að borða þann hluta. Það er vegna hættu á salmonellu og einhverju ógeði.
5. Tekur bringurnar úr marenringunni og fyllir þær af fyllingunni.
6. Steikir á sitthvoru hliðinni á sjóðheitri pönnu í tvær mínútur og setur síðan inn í ofn, í um það bil 20-25 min. Þó skal skera í kjúklinginn áður en hann er borðaður til að sjá hvort að hann sé ekki pott þétt eldaður í gegn.


Sætarkartöflur:
1. Byrjar á að skera þær í sneiðar.
2. Setur þær á álpappír og setur smá af olíu á hverja hlið.
3. Stráir yfir salt og pipar
4. Sett inn í ofn. Eldunartími er mjög misjafn eftir þykkt sneiðanna. Best er bara að pota í þær með gafli og ef þær eru mjúkur þá eru þær tilbúnar.


Júgúrtsósa:
1. Tekur hreinu jógúrtina og setur í skál.
2. Tekur agúrkunar og skerð í mjög litla bita og bætir út í.
3. Kreistir hvítlaukinn og bætir við.
4. Kryddar með karrý, pipar og öðru sem þér dettur í hug.


Með þessu mæli ég með að sé borið fram salat. Sérstaklega salat með tómötum og ferskum mozerella osti.
-----------------------
Hvernig var hann? Það sem misheppnaðist eða mætti fara betur?
Þetta var bara fáránlega gott. Þessi réttur klikkar ekki.
Reyndar var ég eitthvað tregur að nenna að setja kjúklingabringunar inn í ofn og ætlaði bara að klára þetta á pönnunni. Það gekk ekki og ég endaði að setja inn í ofn.
Lék mer að því að setja papriku duft í jógúrtsósuna og það kom vel út.
Átti ekki til lauk í fyllinguna og það kom líka fínt út.

No comments:

Post a Comment