Wednesday, May 19, 2010

Lúxus hamborgari með piparrótarsósu og steiktum sveppum



Ég fór einhvern tímann á vegamót og fékk hreindýraborgara þar með piparrótarsósu. Hann var svo góður að ég var að pæla að panta annan skamt, en ég vildi ekki vera algjör fitubolla. Síðan þá hefur mig langað til að elda hamborga sem væri eitthvað svipaður. Málið er að ég er alltaf að reyna finna mat sem er hollur (eða semi hollur) en ótrúlega góður. Það gengur ekkert sérstaklega vel. Hins vegar er þessi hamborgari hollari en flestir og það er vegna þess við sleppum majones sósunni og frönskunum.
Ég ákvað samt í þetta skipti að gera hann ekki hollan og fyllan með osti og steikja sveppi með.



Þessi uppskrift er fyrir 4

Hamborgarar innihald:
700 gr af ungnauta hakki / hreindýr ef það er til (180 gr. stykkið)
1 laukur
nokkur stykki jalapeno
1 egg
1 tsk worchester sósa (má sleppa)
gráðostur (má einnig vera cheddar eða einhver annar góður ostur)
Svartur pipar (nýmalaður)
Salt (maldoni)
Hamborgarakrydd


Piparrótarsósa innihald:

1 dl sýrður rjómi
2 msk Piparrót
1 tsk Tapasco
1 tsk Sojasósa
1 tsk limesafi
1 tsk sykur
pipar og salt


Steiktir sveppir:
Olía (eða smjör ef þú vilt vera grand á því)
Hvítlaukur (má sleppa en mun betra með)
Salt (maldoni)
Svartur Pipar (nýmalaður)

Aðferð:

Hamborgari:

1. Saxið lauk og jalapeno smátt, blandið síðan við hakkið. Takið eggið og worchester sósuna og setjið í sér í lát og hrærið saman. Blandið svo varlega við hakkið svo að það verður ekki of blautt.
2. Finnið leið til að koma ostinum inn í. Getið búið til kúlur og skafað innan úr honum, sett ostinn inn og lokað. Ég ákvað að gera átta kúlur. Þrýsta hverri niður (bý til hamborgara), set ostinn inn og skelli svo annari yfir og loka.
3. Móta hann til og krydda hann með salti, pipar og hamborgarakryddi
Hamborgari undirbúningur:
4. Grilla þá eins og vil hafa þá

Piparrótarsósa:
1. Hrærið sýrðan rjóma
2. Bætum út í rifinni piparrót ásamt limesafa, sykri, tabasco og sojasósu.
3. Salt og pipar bætt í
4. Smakkið til og kælið smá stund

Steiktir sveppir:
1. Sker niður sveppina í sneiðar
2. Set þá á pönnuna með heitri olíunni
3. Bæti útí rífnum hvítlauknum, saltinu og piparnum.
4. Steiki eftir smekk (persónulega vil ég hafa þá vel steikta, um að gera að smakka bara á milli)

Síðan er bara að skella þessu saman. Njótið

-
Hvernig var hann? Það sem misheppnaðist eða mætti fara betur?
1. Hann var mjög góður en aðeins of mikið af of sterkum brögðum (gráðostur, piparrót og mikið af kjöti). Næst ætla ég að sleppa að hafa gráðost og minnka kjötið í 140 gr.
2. Einnig ákvað grill kúturinn að verða gaslaus því þurfti ég að steikja allt heila klabbið.

No comments:

Post a Comment