Þegar ég var lítill þá var uppáhalds maturinn minn í öllum heiminum ostastangirnar á Hard Rock. Í dag eru þær ófáanlegar um allan heima og hef ég því lengi reynt að herma eftir uppskriftinni. Hér að neðan er það besta sem ég hef getað hingað til.
Þetta er svo borið fram með salsa sósu eða heimatilbúnri marinara sósu.
Ostastangirnar Miklu
Mozerella ostur (Gulur, ekki þessi hvíti)
2 Egg
Hveiti
Brauðmylsnur (brauð, mögulega með kryddi og olíu, sem er hitað í 20 min í 150 gráðu ofni)
Oreganó
Hvítlaukskrydd
Pasley
Parmesanostur
- Blandið saman Brauðmylsnum, Oreganó, Hvítlaukskryddi, Parsley og parmesanosti í skál.
- Skerið Mozerella ostin í jafn stórar stangir.
- Takið stangirnar og dýfið þeim fyrst í eggið, svo í hveitið og svo í brauðmylsnunar.
- Ef þess þarf þá má endurtaka ferlið. Setja aftur í eggið og brauðmylsnunar.
- Því næst skal setja eina stöng í einu ofan í olíuna. Hver stöng er djúpsteikt í um það bil 1 mínútu.
- Tekið upp úr og kælt
Þetta er svo borið fram með salsa sósu eða heimatilbúnri marinara sósu.
No comments:
Post a Comment