Tuesday, January 3, 2017

Pasta carbonara

Þessi uppskrift er fengin að láni hjá ítalska kokkinum Giada De Laurentiis.

Pasta carbonara

Slatti af panchetta eða beikon (skorið í bita)
6 egg, á stofuhita
1/2 bolli rjómi (má jafnvel vera meira)
1 1/2 bolli rifinn parmesan ostur
Penne pasta
4 matskeiðar ferskt steinselja
Sjávarsalt og svartur pipar

  1. Steikið beikonið á pönnu þar til það er gull litað og crispy. Saltið og piprið og takið svo pönnuna af hitanum. 
  2. Setjið eggin og rjómann í skál. Saltið og piprið. Setjið parmesan ostinn í. Geymið þó smá til að setja yfir. 
  3. Sjóðið vatn í stórum pott. Setjið salt og olíu í vatnið. Sjóðið pastað þar til að það er al a dente, eða í um það bil 8-10 mín. 
  4. Þegar pastað er tilbúið þá skulu þið taka það úr pottinum en ekki skola af því með vatni. Á meðan pastað er enn þá heitt, setjið það á pönnuna með beikoninu og hrærið vel. 
  5. Að lokum bætið þið svo eggjablöndunni saman við. Athugið að ekki á að hita pönnuna sérstaklega. Egginn og rjóminn á fyrst og fremst að eldast með hitanum frá pastanu og mögulega volgri pönnunni. 
  6. Setjið smá parmesan ost og steinselju yfir. 
Voila!  

Það er fáránlega gott að bera þetta fram með salatinu hér að neðan. Ég veit að það hljómar ekki sem best en guð minn góður hvað það passar vel saman við.
Þetta er reyndar ekki alveg sama pasta en ég læt það sleppa því það lítur næstum alveg eins út.

Tuna Salat

1 dolla af túnfisk í dós í olíu
1 dolla cannelini baunir (hvítar). Hreinsaðar með vatni. 
1/4 bolli capers
4 matskeiðar af red wine vinegar
1 rauðlaukur (skorin í þunnar sneiðar)
1 1/2 bolli cherry tómatar
2 bollar klettasalat
5 stykki af ferskum basil laufum

  1. Setjið túnfiskinn í salatskálina en geymið olíuna í annarri lítilli skál. 
  2. Bætið baununum og capersinum út í. 
  3. Í skálina með olíunni skuli þið bæta við red wine vinegar (1/3 vinegar, 2/3 olía, hægt er að bæta við olíuna með extra virgin eða annarri olíu). 
  4. Hellið dressingunni saman við og leyfið því að liggja saman á meðan þið skerið grænmetið. 
  5. Bætið tómötunum og lauknum útí.
  6. Saltið og piprið. Og bætið basil við.








Ostastangirnar Miklu

Þegar ég var lítill þá var uppáhalds maturinn minn í öllum heiminum ostastangirnar á Hard Rock. Í dag eru þær ófáanlegar um allan heima og hef ég því lengi reynt að herma eftir uppskriftinni. Hér að neðan er það besta sem ég hef getað hingað til.



Ostastangirnar Miklu
Mozerella ostur (Gulur, ekki þessi hvíti)
2 Egg
Hveiti
Brauðmylsnur  (brauð, mögulega með kryddi og olíu, sem er hitað í 20 min í 150 gráðu ofni)
Oreganó
Hvítlaukskrydd
Pasley
Parmesanostur


  1. Blandið saman Brauðmylsnum, Oreganó, Hvítlaukskryddi, Parsley og parmesanosti í skál. 
  2. Skerið Mozerella ostin í jafn stórar stangir.
  3. Takið stangirnar og dýfið þeim fyrst í eggið, svo í hveitið og svo í brauðmylsnunar. 
    1. Ef þess þarf þá má endurtaka ferlið. Setja aftur í eggið og brauðmylsnunar. 
  4.  Því næst skal setja eina stöng í einu ofan í olíuna. Hver stöng er djúpsteikt í um það bil 1 mínútu. 
  5. Tekið upp úr og kælt
Ráð: Setjið tré (eitthvað) ofan í olíuna og ef það bublar í kringum þá er olían rétt heit.
 
Þetta er svo borið fram með salsa sósu eða heimatilbúnri marinara sósu.